Fólkið
Á Blindravinnustofunni starfa um 30 einstaklingar. Starfsmennirnir eiga það flestir sameiginlegt að hafa skerta sjón eða enga, auk þess sem margir starfsmenn hafa einhvers konar viðbótarfötlun.
Sumir starfa allan daginn, en aðrir hluta úr degi, allt eftir aðstæðum og getu hvers og eins. Margir hafa starfað hjá Blindravinnustofunni árum saman, og hafa því mikla reynslu og færni til þeirra starfa sem þar fara fram.