Um okkur

Stuðningur til sjálfstæðis!

Blindravinnustofan er vinnu-og starfsþjálfunarstaður blindra, sjónskertra og annarra fatlaðra einstaklinga

Blindravinnustofan gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu, sjónskertu og öðru fötluðu fólki atvinnu og starfa þar um 30 fatlaðir einstaklingar. Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum sem seldar undir merkjum Blindra-vinnustofunnar.

Tilvist Blindravinnustofunnar hvílir því á vilja verslana til að bjóða vörur vinnustofunnar til sölu og vilja neytenda til að kaupa vörurnar. Önnur verkefni vinnustofunnar eru: arinkubbaframleiðsla, bastvöggugerð, ljósmyndaskönnun, merkingar á pennum og öðrum smávörum, pökkun og flokkun og strimlakústagerð.

Í gildi er þjónustusamningur við Vinnumálastofnun um hlutverk Blindravinnustofunnar sem verndaðs vinnu-, starfsþjálfunar- og hæfingarstaðar. Blindravinnustofan var stofnuð, af blindu fólki, árið 1941. Í dag er Blindravinnustofan einkahlutafélag að fullu í eigu Blindrafélagsins. Tilgangur félagsins er að veita blindum og sjónskertum atvinnu, þjálfun og endurhæfingu með rekstri heildsölu, innflutningi, smásölu og framleiðslu ræstinga- og hreinlætisvara og skyldri starfsemi.

Með því að kaupa vörur eða þjónustu Blindravinnustofunnar leggur þú þitt af mörkum til þess að styðja blint og sjónskert fólk til sjálfstæðis.

Til baka


Afgreiðslutími
09-16 virka daga

Netfang: gmo@blind.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica