Handverk
  • Karfa

Handverk

Strimlakústar - Hentugir á gróft yfirborð eins og gólf í rútum eða verksmiðjugólf.
Vöggur - Hinar einu sönnu bast barna- og dúkkuvöggur. Hægt að versla hér.

Strimlakústagerð

Strimlakústar eru  trékústar með löngum hárum sem henta vel á gróft yfirborð eins og gólf í rútum eða verksmiðjugólf.

Verkefnið kemur frá aðstandendum Kristjáns heitins Tryggvasonar  á Akureyri, sem framleiddi þessa kústa í mörg ár, og vilja aðstandendur hans að starfsemin haldist áfram í höndunum á blindum eða sjónskertum einstaklingum. 

Vöggur

Hinar einu sönnu bast barna- og dúkkuvöggur verða framvegis framleiddar af Blindravinnustofunni. Um nokkurt skeið hefur þessi framleiðsla verið í höndum einstaklinga og er nú svo komið að verkkunnátta við að búa til vöggur og fleira úr basti er eingöngu á færi eins manns. Þar sem bastkörfugerð er handverk sem blindir hafa lengi sinnt þá álíta stjórnendur Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar að þeim beri siðferðisleg skylda til að varðveita þetta handverk og stefna að því að þjálfa nokkra starfsmenn sína í þessu handverki. 

Bastkröfur Blindravinnustofunnar er núna hægt að kaupa hér.


Til baka


Afgreiðslutími
08-16 virka daga

Netfang: gmo@blind.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica